Starfsmaður Helgafellsskóla í Mosfellsbæ greindist í dag með kórónuveirusmit. Öll börn sem ganga í skólann þurfa í sóttkví vegna smitsins sem og aðrir starfsmenn skólans.
Í tölvupósti sem sendur var í dag til foreldra barna í Helgafellsskóla kemur fram að sóttkvíin standi til næsta fimmtudags, eða í sjö daga frá 1. október síðastliðnum. Aðrir á heimili þeirra sem þurfa í sóttkví munu ekki þurfa að fara í sóttkví, en þó þarf fullorðinn einstaklingur að fara í sóttkví með barni ef um ungt barn er að ræða.
Þá munu nemendur og starfsfólk fara í sýnatöku á sjöunda degi sóttkvíar.