Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:52 Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AP/R S Iyer Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11