Dagskráin í dag: Íslandsmeistaratitillinn undir á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 06:00 Valur og Breiðablik mætast í leik sem mun að öllum líkindum skera úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari. Vísir/Bára Að venju er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum á þessum laugardegi. Við hefjum daginn snemma og sýnum beint frá leik Umeå og Kopparberg/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í hádeginu. Að honum loknum förum við til Vestmannaeyja þar sem ÍBV fær Vestra í heimsókn í Lengjudeild karla. Klukkan 16:40 hefst svo upphitun fyrir hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í íslenskum kvennafótbolta. Breiðablik heimsækir Val að Hlíðarenda. Liðin eru alein á toppi deildarinnar og liðið sem vinnur leik dagsins komið með níu fingur á titilinn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Breiðbliks en liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm heimsóknum sínum á Hlíðarenda. Klukkan 19:00 er Seinni bylgjan – karla á dagskrá. Stöð 2 Sport 2 Spænski boltinn er allt í öllu á Stöð 2 Sport 2. Diego Costa, Luis Suarez og félagar í Atletico Madrid taka á móti Villareal í fyrri leik dagsins sem hefst klukkan 14.00. David Silva og liðsfélagar hans í Real Sociedad taka svo á móti Getafe í síðari leik dagsins sem er á dagskrá klukkan 16.20. Þaðan færum við okkur yfir í spænska körfuboltann en Morabanc Andorra fær Joventut Badalona í heimsókn klukkan 18.35. Haukur Helgi Pálsson er því miður fjarri góðu gamni og verður ekki með Andorra í leiknum. Stöð 2 Sport 3 Klukkan 16:50 sýnum við beint frá leik Fram og ÍR í Olís deild karla. Hvorki gengur né rekur hjá ÍR og forvitnilegt að sjá hvort liðið nái að snúa bökum saman í Safamýrinni í dag eða hvort Fram labbi einfaldlega yfir gestina. Klukkan 19.05 færum við okkur í Hafnafjörðinn þar sem Haukar taka á móti Breiðablik í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Leikur Real Valladolid og Eibar í spænsku úrvalsdeildinni er í beinni klukkan 10.50. Leikur Elche og Huesca er klukkan 16.20. Klukkan 18.35 er svo leikur Udinese og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma náði í stig gegn Juventus í síðustu umferð og til alls líklegt í kvöld. Stöð 2 ESport Frá 18.00 til 23.00 er sýnt frá Overwatch – Almenna bikarnum. Golfstöðin Frá 11.00 til 16.30 er bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Frá 17.00 til 23.00 er svo bein útsending frá Sanderson Farms Meistaramótinu í PGA-mótaröðinni. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Að venju er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum á þessum laugardegi. Við hefjum daginn snemma og sýnum beint frá leik Umeå og Kopparberg/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í hádeginu. Að honum loknum förum við til Vestmannaeyja þar sem ÍBV fær Vestra í heimsókn í Lengjudeild karla. Klukkan 16:40 hefst svo upphitun fyrir hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í íslenskum kvennafótbolta. Breiðablik heimsækir Val að Hlíðarenda. Liðin eru alein á toppi deildarinnar og liðið sem vinnur leik dagsins komið með níu fingur á titilinn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Breiðbliks en liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm heimsóknum sínum á Hlíðarenda. Klukkan 19:00 er Seinni bylgjan – karla á dagskrá. Stöð 2 Sport 2 Spænski boltinn er allt í öllu á Stöð 2 Sport 2. Diego Costa, Luis Suarez og félagar í Atletico Madrid taka á móti Villareal í fyrri leik dagsins sem hefst klukkan 14.00. David Silva og liðsfélagar hans í Real Sociedad taka svo á móti Getafe í síðari leik dagsins sem er á dagskrá klukkan 16.20. Þaðan færum við okkur yfir í spænska körfuboltann en Morabanc Andorra fær Joventut Badalona í heimsókn klukkan 18.35. Haukur Helgi Pálsson er því miður fjarri góðu gamni og verður ekki með Andorra í leiknum. Stöð 2 Sport 3 Klukkan 16:50 sýnum við beint frá leik Fram og ÍR í Olís deild karla. Hvorki gengur né rekur hjá ÍR og forvitnilegt að sjá hvort liðið nái að snúa bökum saman í Safamýrinni í dag eða hvort Fram labbi einfaldlega yfir gestina. Klukkan 19.05 færum við okkur í Hafnafjörðinn þar sem Haukar taka á móti Breiðablik í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Leikur Real Valladolid og Eibar í spænsku úrvalsdeildinni er í beinni klukkan 10.50. Leikur Elche og Huesca er klukkan 16.20. Klukkan 18.35 er svo leikur Udinese og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma náði í stig gegn Juventus í síðustu umferð og til alls líklegt í kvöld. Stöð 2 ESport Frá 18.00 til 23.00 er sýnt frá Overwatch – Almenna bikarnum. Golfstöðin Frá 11.00 til 16.30 er bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Frá 17.00 til 23.00 er svo bein útsending frá Sanderson Farms Meistaramótinu í PGA-mótaröðinni.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira