Síhóstandi á leið til Los Angeles í krabbameinsmeðferð Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 23:23 Pétur Yngvi Leósson ferðaðist til vesturstrandar Bandaríkjanna í krabbameinsmeðferð. UCLA Health Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira