Feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:01 Arnar var sáttur með sigurinn en telur sitt lið eiga eftir að slípast betur saman. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55