Þrautseigja er lykilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 08:00 Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian. aðsend Vodafone, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands, stendur fyrir námskeiði í CS:GO þar sem breski rafíþróttaþjálfarinn Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian, miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Námskeiðið, sem fer fram í gegnum netið, hefst á mánudaginn. Það er ókeypis, öllum opið og hægt er að skrá sig á það með því að smella hér. „Í þessu námskeiði verður farið yfir ólíka þætti Counter-Strike, frá því að æfa á skilvirkan hátt, leika ólík hlutverk í leiknum og skoða mismunandi kort. Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin fyrir yngri spilara,“ sagði Cal í samtali við Vísi. Námskeiðið hentar öllum „Ég fer frekar almennt í hlutina en nota mikið úr sálfræði. Þetta námskeið hentar bæði lengra komnum spilurum og byrjendum, jafnvel þeim sem hafa aldrei spilað áður. Eftir námskeiðið eiga þeir að búa yfir grunnþekkingu á leiknum.“ Cal hefur þjálfað lið víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, um mislanga hríð. „Fyrir tveimur árum þjálfaði ég lið sem kallaðist þá War Monkeys. Ég hef þjálfað nokkuð lið á Íslandi og er núna með Dusty.“ Eldri spilarar á Íslandi Cal segir að Íslendingar hafi dregist aðeins aftur úr í rafíþróttasenunni. „Það er ólík menning á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Spilarar þar eru venjulega mjög ungir, mjög metnaðarfullir en búa yfir lítilli reynslu. Á meðan eru íslenskir spilarar mun eldri. Þeir eru í vinnu, með fjölskyldu og hafa ekki mikinn tíma til að æfa sig. Þeir þurfa því að æfa á mjög skilvirkan hátt og nýta tímann,“ sagði Cal. En hvað þurfa spilarar að gera til að ná langt í rafíþróttum? „Þrautseigja er líklega lykilorðið. Margir ungir leikmenn búa ekki yfir þeim eiginleika, að sýna þrautseigju í mótlæti og því að klífa á toppinn. Ég hef séð marga spilara koma og fara og af þeim liðum sem ég hef þjálfað eru bara einn eða tveir sem hafa farið úr því að vera efnilegir í að spila í atvinnumannaliðum,“ svaraði Cal. Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti
Vodafone, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands, stendur fyrir námskeiði í CS:GO þar sem breski rafíþróttaþjálfarinn Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian, miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Námskeiðið, sem fer fram í gegnum netið, hefst á mánudaginn. Það er ókeypis, öllum opið og hægt er að skrá sig á það með því að smella hér. „Í þessu námskeiði verður farið yfir ólíka þætti Counter-Strike, frá því að æfa á skilvirkan hátt, leika ólík hlutverk í leiknum og skoða mismunandi kort. Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin fyrir yngri spilara,“ sagði Cal í samtali við Vísi. Námskeiðið hentar öllum „Ég fer frekar almennt í hlutina en nota mikið úr sálfræði. Þetta námskeið hentar bæði lengra komnum spilurum og byrjendum, jafnvel þeim sem hafa aldrei spilað áður. Eftir námskeiðið eiga þeir að búa yfir grunnþekkingu á leiknum.“ Cal hefur þjálfað lið víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, um mislanga hríð. „Fyrir tveimur árum þjálfaði ég lið sem kallaðist þá War Monkeys. Ég hef þjálfað nokkuð lið á Íslandi og er núna með Dusty.“ Eldri spilarar á Íslandi Cal segir að Íslendingar hafi dregist aðeins aftur úr í rafíþróttasenunni. „Það er ólík menning á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Spilarar þar eru venjulega mjög ungir, mjög metnaðarfullir en búa yfir lítilli reynslu. Á meðan eru íslenskir spilarar mun eldri. Þeir eru í vinnu, með fjölskyldu og hafa ekki mikinn tíma til að æfa sig. Þeir þurfa því að æfa á mjög skilvirkan hátt og nýta tímann,“ sagði Cal. En hvað þurfa spilarar að gera til að ná langt í rafíþróttum? „Þrautseigja er líklega lykilorðið. Margir ungir leikmenn búa ekki yfir þeim eiginleika, að sýna þrautseigju í mótlæti og því að klífa á toppinn. Ég hef séð marga spilara koma og fara og af þeim liðum sem ég hef þjálfað eru bara einn eða tveir sem hafa farið úr því að vera efnilegir í að spila í atvinnumannaliðum,“ svaraði Cal.
Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti