Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 13:32 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. Þá gæti bylgjan sem hófst um miðjan september varað fram í nóvember, alls um tvo mánuði. Allt er þetta þó þrungið óvissu enda ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um þróun faraldursins. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands er á meðal vísindamanna háskólans, Landlæknisembættisins og Landspítala sem unnið hafa að gerð spálíkans um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Á meðal þess sem íslensku vísindamennirnir hafa horft til við spár sínar um framgang faraldursins eru rannsóknir vísindamanna Imperial College í London. Á meðfylgjandi mynd má finna yfirlitsspá Imperial College frá því í mars síðastliðnum um álag á sjúkrahús í Bretlandi með tilliti til Covid, sem ætti að vera í takt við gang faraldursins sjálfs og fjölda smita. Greinin sem myndin er fengin úr var birt í mars og má nálgast í heild hér. Myndin sýnir stóra fyrstu bylgju, líkt og varð hér á landi í vor, og svo væntanlegar minni bylgjur. Þar er einmitt gert ráð fyrir bylgju í september en ein slík stendur yfir hér á landi um þessar mundir; þriðja bylgja faraldursins. „Ég hef þessa mynd í huga. Ég bjóst alltaf við ekki endilega mikilli bylgju í júlí en að hún yrði í september. En svo kom hún og er jafnvel stærri en ég bjóst við og reis mjög hratt. En það er auðvitað alltaf þessi bið þangað til innlagnirnar koma, það líður smá tími, og nú erum við að sjá þær. Næstu tvær vikur eru mjög mikilvægur tími til að átta sig á því hvernig þetta þróast,“ segir Thor í samtali við Vísi. Eins og staðan er núna mættu landsmenn búast við því að bylgjan sem nú stendur yfir verði nokkuð löng og vari jafnvel í fimm vikur til viðbótar, eða fram í nóvember. Þrjátíu og sjö greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, sem er í takt við nýjasta spálíkan, en ljóst er að þróunin er mjög hæg niður á við. Þá eykst álagið á Landspítala en þrettán liggja nú inni á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu. Spegilmynd af virkni þjóðfélagsins Kórónuveirufaraldurinn virðist ganga ákveðna hringrás miðað við spálíkön. Samkvæmt spá vísindamanna Imperial College má búast við annarri bylgju í Bretlandi í desember og Thor segir að það kæmi sér ekki á óvart ef þróunin yrði svipuð hér á landi, þó að ómögulegt sé að slá nokkru föstu um það. „Þeir eru auðvitað framarlega í þessu og hafa verið að spá fyrir um faraldurinn. Hafa ekki alltaf hitt á það rétt en það er bara eins og gengur, það eru allir að læra á þetta. Þetta er svona það sem ég hef bak við eyrað, að gæti gerst,“ segir Thor. Líkön Imperial College byggja m.a. á samskiptamynstrum fólks, smitvörnum og fjarlægðarmörkum. „Og svo þessari hugmynd um að það verði hringrás í því hvernig smitin fara upp og niður,“ segir Thor. „Það fylgir auðvitað mannlegri hegðun og skólaopnunum, -lokunum. Og það er mikil hreyfing á fólki í desember. Fólk er að fara á milli, í búðir og í veislur. Þetta er þessi endurspeglun á virkni í þjóðfélaginu. Og við verðum kannski að undirbúa okkur aðeins öðruvísi fyrir desember núna en síðast. Ekkert láta ræna af okkur jólunum eða slíkt, en vera meðvituð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Tengdar fréttir Átta í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins Smit hefur komið upp hjá Krabbameinsfélaginu. Átta hafa verið sendir í sóttkví. 2. október 2020 12:03 37 greindust innanlands og þrír nú á gjörgæslu 37 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 26 ekki. Alls eru þrettán nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 2. október 2020 11:04 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. Þá gæti bylgjan sem hófst um miðjan september varað fram í nóvember, alls um tvo mánuði. Allt er þetta þó þrungið óvissu enda ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um þróun faraldursins. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands er á meðal vísindamanna háskólans, Landlæknisembættisins og Landspítala sem unnið hafa að gerð spálíkans um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Á meðal þess sem íslensku vísindamennirnir hafa horft til við spár sínar um framgang faraldursins eru rannsóknir vísindamanna Imperial College í London. Á meðfylgjandi mynd má finna yfirlitsspá Imperial College frá því í mars síðastliðnum um álag á sjúkrahús í Bretlandi með tilliti til Covid, sem ætti að vera í takt við gang faraldursins sjálfs og fjölda smita. Greinin sem myndin er fengin úr var birt í mars og má nálgast í heild hér. Myndin sýnir stóra fyrstu bylgju, líkt og varð hér á landi í vor, og svo væntanlegar minni bylgjur. Þar er einmitt gert ráð fyrir bylgju í september en ein slík stendur yfir hér á landi um þessar mundir; þriðja bylgja faraldursins. „Ég hef þessa mynd í huga. Ég bjóst alltaf við ekki endilega mikilli bylgju í júlí en að hún yrði í september. En svo kom hún og er jafnvel stærri en ég bjóst við og reis mjög hratt. En það er auðvitað alltaf þessi bið þangað til innlagnirnar koma, það líður smá tími, og nú erum við að sjá þær. Næstu tvær vikur eru mjög mikilvægur tími til að átta sig á því hvernig þetta þróast,“ segir Thor í samtali við Vísi. Eins og staðan er núna mættu landsmenn búast við því að bylgjan sem nú stendur yfir verði nokkuð löng og vari jafnvel í fimm vikur til viðbótar, eða fram í nóvember. Þrjátíu og sjö greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, sem er í takt við nýjasta spálíkan, en ljóst er að þróunin er mjög hæg niður á við. Þá eykst álagið á Landspítala en þrettán liggja nú inni á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu. Spegilmynd af virkni þjóðfélagsins Kórónuveirufaraldurinn virðist ganga ákveðna hringrás miðað við spálíkön. Samkvæmt spá vísindamanna Imperial College má búast við annarri bylgju í Bretlandi í desember og Thor segir að það kæmi sér ekki á óvart ef þróunin yrði svipuð hér á landi, þó að ómögulegt sé að slá nokkru föstu um það. „Þeir eru auðvitað framarlega í þessu og hafa verið að spá fyrir um faraldurinn. Hafa ekki alltaf hitt á það rétt en það er bara eins og gengur, það eru allir að læra á þetta. Þetta er svona það sem ég hef bak við eyrað, að gæti gerst,“ segir Thor. Líkön Imperial College byggja m.a. á samskiptamynstrum fólks, smitvörnum og fjarlægðarmörkum. „Og svo þessari hugmynd um að það verði hringrás í því hvernig smitin fara upp og niður,“ segir Thor. „Það fylgir auðvitað mannlegri hegðun og skólaopnunum, -lokunum. Og það er mikil hreyfing á fólki í desember. Fólk er að fara á milli, í búðir og í veislur. Þetta er þessi endurspeglun á virkni í þjóðfélaginu. Og við verðum kannski að undirbúa okkur aðeins öðruvísi fyrir desember núna en síðast. Ekkert láta ræna af okkur jólunum eða slíkt, en vera meðvituð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Tengdar fréttir Átta í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins Smit hefur komið upp hjá Krabbameinsfélaginu. Átta hafa verið sendir í sóttkví. 2. október 2020 12:03 37 greindust innanlands og þrír nú á gjörgæslu 37 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 26 ekki. Alls eru þrettán nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 2. október 2020 11:04 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Átta í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins Smit hefur komið upp hjá Krabbameinsfélaginu. Átta hafa verið sendir í sóttkví. 2. október 2020 12:03
37 greindust innanlands og þrír nú á gjörgæslu 37 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 26 ekki. Alls eru þrettán nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 2. október 2020 11:04
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31