Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 08:30 Rúnar Kristinsson var hundóánægður með Ólaf Inga Skúlason á sunnudaginn og lét þung orð falla. VÍSIR/BÁRA/VILHELM Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við RÚV í gær. Fylkismenn sendu sömuleiðis í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ummæli Rúnars væru honum og KR til háborinnar skammar. Rúnar hafði meðal annars sakað Ólaf Inga um að setja upp leikrit, þegar hann hné niður eftir að hafa fengið handlegg Beitis Ólafssonar í andlitið í leik KR og Fylkis á sunnudag. Beitir fékk rautt spjald og Fylkir skoraði sigurmark úr vítinu sem dæmt var. „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar meðal annars og sagði Ólaf Inga hafa hagað sér eins og hálfviti. Eftir sigur KR gegn Víkingi R. í gær spurði RÚV Rúnar hvað honum þætti um yfirlýsingu Fylkis og þá ákvörðun framkvæmdastjóra KSÍ að vísa ummælum hans til aga- og úrskurðanefndar, á þeim forsendum að þau sköðuðu ímynd knattspyrnunnar: „Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég er búinn að vera að reyna að einbeita mér að þessum leik í dag og hef haft í nógu öðru snúast þannig að ég ætla að bíða með að svara fyrir það,“ sagði Rúnar við RÚV og var þá spurður hvort hann stæði við ummæli sín: „Ég sagði nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa og ég get beðið hann hér og nú afsökunar á því, hann Ólaf Inga. En það er margt, og mörg sannleikskorn í því sem ég sagði líka,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55 Sjö á leið í bann eftir leik KR og Fylkis Fylkir missir fjóra leikmenn í bann en KR þrjá. Þessi lið áttust við í miklum hasarleik á Meistaravöllum á sunnudaginn. 30. september 2020 13:36 Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við RÚV í gær. Fylkismenn sendu sömuleiðis í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ummæli Rúnars væru honum og KR til háborinnar skammar. Rúnar hafði meðal annars sakað Ólaf Inga um að setja upp leikrit, þegar hann hné niður eftir að hafa fengið handlegg Beitis Ólafssonar í andlitið í leik KR og Fylkis á sunnudag. Beitir fékk rautt spjald og Fylkir skoraði sigurmark úr vítinu sem dæmt var. „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar meðal annars og sagði Ólaf Inga hafa hagað sér eins og hálfviti. Eftir sigur KR gegn Víkingi R. í gær spurði RÚV Rúnar hvað honum þætti um yfirlýsingu Fylkis og þá ákvörðun framkvæmdastjóra KSÍ að vísa ummælum hans til aga- og úrskurðanefndar, á þeim forsendum að þau sköðuðu ímynd knattspyrnunnar: „Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég er búinn að vera að reyna að einbeita mér að þessum leik í dag og hef haft í nógu öðru snúast þannig að ég ætla að bíða með að svara fyrir það,“ sagði Rúnar við RÚV og var þá spurður hvort hann stæði við ummæli sín: „Ég sagði nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa og ég get beðið hann hér og nú afsökunar á því, hann Ólaf Inga. En það er margt, og mörg sannleikskorn í því sem ég sagði líka,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55 Sjö á leið í bann eftir leik KR og Fylkis Fylkir missir fjóra leikmenn í bann en KR þrjá. Þessi lið áttust við í miklum hasarleik á Meistaravöllum á sunnudaginn. 30. september 2020 13:36 Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55
Sjö á leið í bann eftir leik KR og Fylkis Fylkir missir fjóra leikmenn í bann en KR þrjá. Þessi lið áttust við í miklum hasarleik á Meistaravöllum á sunnudaginn. 30. september 2020 13:36
Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00
Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20