Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:39 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira