Japanski „Twitter-morðinginn“ játar að hafa myrt níu manns Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 08:19 Réttarhöld í máli Takahiro Shiraishi hófust í gær. EPA Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Japan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Japan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira