Fjárlagafrumvarp, þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 06:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir í dag síðasta frumvarp ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kórónukreppunni. Vísir/Vilhelm Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira