Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:27 Hluti skýrsluhöfunda kom saman í gær og fögnuðu útgáfu skýrslunnar sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár. Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason. Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason.
Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent