Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 15:06 Sigríður Á. Andersen og Anders Tegnell í beinni útsendingu á Facebook-síðu Sigríðar í dag. Skjáskot Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi í dag við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í landinu vegna kórónuveirufaraldursins í beinni útsendingu á Facebook. Tegnell sagði m.a. að afstaða sín til „sænsku leiðarinnar“ svokölluðu hafi ekki breyst. Þá ræddi hann lokun landamæra og nýjar reglur um sóttkví sem taka eiga gildi í Svíþjóð á næstunni. Sigríður hefur lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Hún hefur viljað leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar er í forsvari fyrir veiruaðgerðir stjórnvalda þar í landi. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Þá eru landamæri landsins opin og sóttkví hefur ekki verið beitt í miklum mæli. Dauðsföll af völdum Covid-19 eru mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndunum; nær sex þúsund hafa látist úr veirunni í Svíþjóð en á sjöunda hundrað í Danmörku, sem er þar næst á eftir. Sigríður spurði Tegnell hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Tegnell sagði að í grunninn væri ekki hægt að segja það, enda væri misvísandi að tala um „sænsku leiðina“ sem skýrt afmarkaða og óbilandi stefnu. „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar,“ sagði Tegnell. Skimun og sóttkví Tegnell sagði jafnframt að samfélagssmit væri enn útbreitt í Svíþjóð og því skipti smit á landamærunum litlu máli í stóra samhenginu. Ferðamenn innan Schengen-svæðisins sem koma til Svíþjóðar þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. „Við teljum mikilvægara að eiga í skýrum samskiptum við fólk sem kemur hingað, að þetta séu reglurnar sem það þarf að fara eftir í Svíþjóð. Við greinum fólk snemma þegar það kemur hingað með sjúkdóminn. Um það bil fimm til tíu prósent tilfella í Svíþjóð eru rakin til fólks sem kemur frá útlöndum. En svo lengi sem við grípum það getum við brotið smitkeðjurnar. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé áhrifaríkara viðbragð en að loka landamærum, sem sagan sýnir okkur að hefur aldrei virkað lengi,“ sagði Tegnell. Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð hafa ekki skimað einkennalausa fyrir veirunni líkt og á Íslandi og þá hefur sóttkví heldur ekki verið beitt í miklum mæli. Nú er þó verið að ræða hvort skikka eigi þá í sóttkví sem búa með Covid-smituðum. „Þannig ef þú býrð með einhverjum sem er með Covid-19, samkvæmt nýju reglunum sem tækju gildi innan fárra daga, þá værirðu beðinn um að vera heima í sjö daga og þú fengir greidd laun í þessa sjö daga. Við vonum að þetta hægi á útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð,“ sagði Tegnell. Viðtal Sigríðar Á. Andersen við Anders Tegnell má sjá hér fyrir neðan. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi í dag við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í landinu vegna kórónuveirufaraldursins í beinni útsendingu á Facebook. Tegnell sagði m.a. að afstaða sín til „sænsku leiðarinnar“ svokölluðu hafi ekki breyst. Þá ræddi hann lokun landamæra og nýjar reglur um sóttkví sem taka eiga gildi í Svíþjóð á næstunni. Sigríður hefur lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Hún hefur viljað leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar er í forsvari fyrir veiruaðgerðir stjórnvalda þar í landi. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Þá eru landamæri landsins opin og sóttkví hefur ekki verið beitt í miklum mæli. Dauðsföll af völdum Covid-19 eru mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndunum; nær sex þúsund hafa látist úr veirunni í Svíþjóð en á sjöunda hundrað í Danmörku, sem er þar næst á eftir. Sigríður spurði Tegnell hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Tegnell sagði að í grunninn væri ekki hægt að segja það, enda væri misvísandi að tala um „sænsku leiðina“ sem skýrt afmarkaða og óbilandi stefnu. „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar,“ sagði Tegnell. Skimun og sóttkví Tegnell sagði jafnframt að samfélagssmit væri enn útbreitt í Svíþjóð og því skipti smit á landamærunum litlu máli í stóra samhenginu. Ferðamenn innan Schengen-svæðisins sem koma til Svíþjóðar þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. „Við teljum mikilvægara að eiga í skýrum samskiptum við fólk sem kemur hingað, að þetta séu reglurnar sem það þarf að fara eftir í Svíþjóð. Við greinum fólk snemma þegar það kemur hingað með sjúkdóminn. Um það bil fimm til tíu prósent tilfella í Svíþjóð eru rakin til fólks sem kemur frá útlöndum. En svo lengi sem við grípum það getum við brotið smitkeðjurnar. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé áhrifaríkara viðbragð en að loka landamærum, sem sagan sýnir okkur að hefur aldrei virkað lengi,“ sagði Tegnell. Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð hafa ekki skimað einkennalausa fyrir veirunni líkt og á Íslandi og þá hefur sóttkví heldur ekki verið beitt í miklum mæli. Nú er þó verið að ræða hvort skikka eigi þá í sóttkví sem búa með Covid-smituðum. „Þannig ef þú býrð með einhverjum sem er með Covid-19, samkvæmt nýju reglunum sem tækju gildi innan fárra daga, þá værirðu beðinn um að vera heima í sjö daga og þú fengir greidd laun í þessa sjö daga. Við vonum að þetta hægi á útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð,“ sagði Tegnell. Viðtal Sigríðar Á. Andersen við Anders Tegnell má sjá hér fyrir neðan.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12
Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09