Hvíti bíllinn Frú Ragnheiður Marín Þórsdóttir skrifar 1. október 2020 08:30 Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagasamtök Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun