Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 12:01 Jón Arnór Stefánsson var síðasti fyrirliðinn sem tók á móti Íslandsbikarnum en þá var hann fyrirliði KR. Nú er hann orðinn leikmaður Vals. Vísir/Daníel Þór Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjuðum á því að skoða fallbaráttuna á mánudaginn og í gær fjölluðum við um baráttuna um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Að þessu sinnu skoðum við liðin sem við spáum að muni berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Liðin í fjórða til sjötta sæti í spánni okkar koma öll af Reykjavíkursvæðinu og tvö þeirra mættust í síðustu lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn fyrir einu og hálfu ári síðan. Litla liðið í þessum hópi undanfarin ár er núna líklegast til afreka mest eftir miklar breytingar hjá nágrönnum þeirra. Það verður örugglega mikill rígur á milli Valsmanna og KR-inga í vetur. Valsmenn hafa verið litla liðið í Reykjavík í samanburði við velgengni KR og ævintýri ÍR-inga en nú gæti orðið breyting á því. Fullt af KR-ingum hafa fært sig yfir lækinn og eru komnir úr svart-hvítu í rautt. Innbyrðis leikir liðanna gætu líka ráðið miklu um það hvor endar ofar. Ævintýralið ÍR hefur breyst mikið frá lokaúrslitunum 2019 og Borce Ilievski er að byggja upp nýtt lið í Breiðholtinu. ÍR-ingar eru aðeins á eftir hinum tveimur en það er ekki mikið. Það yrði vissulega afturhvarf til níunda áratugarins en þrjú Reykjavíkurfélög hafa ekki endað inn á topp sex síðan vorið 1987 eða í 33 ár. Borce Ilievski hefur gert frábæra hluti sem þjálfari ÍR-liðsins síðustu ár.Vísir/Bára ÍR í 6. sæti: Hvað getur Borce Ilievski töfrað fram í Breiðholtinu í vetur? Borce Ilievski hefur sett saman mörg skemmtileg lið í Breiðholtinu á síðustu tímabilum og liðið í ár ætti að komast í úrslitakeppnina. Hvort að annað ævintýri sé í uppsiglingu er erfitt að segja. ÍR-ingar lentu í miklum breytingum á síðasta tímabili en ætla nú að byggja ofan á það lið sem varð til í Seljaskólanum í fyrra. Það lið var löngu öruggt með sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. ÍR-liðið hefur boðið upp á margar sviðsmyndir á síðustu tímabilum þar á meðal að vera í baráttu um deildarmeistaratitilinn á einu ári og á öðru að komast alla leið í úrslitaeinvigið úr sjöunda sætinu þar sem liðið sló meðal annars út tvö efstu lið deildarkeppninnar. Það er búið að hrósa Borce Ilievski mikið á undanförnum árum og ekki af ástæðulausu. Borce Ilievski hefur ávallt sett saman skeinuhætt lið í Seljaskólanum og gefið stuðningsmannasveitinni GhettoHooligans eitthvað til að syngja um. Liðið sem fór lengst var byggt í kringum leikstjórnandann Matthías Orra Sigurðarson og miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson en þú eru nú báðir á bak og burt. Síðan hefur Borce Ilievski verið að leita að nýju liði og eyddi síðasta tímabili að í móta framtíðarlið. Lykilatriði fyrir ÍR er að halda þremur lykilmönnum í þeim Evan Singletary, Collin Pryor og Danero Thomas en um leið bæta við leikmanni sem við sjáum ekki oft meðal erlendra leikmanna en það er hinn 210 sentímetra hái kóratíski miðherji Nenad Delic. ÍR-liðið er samt ekki ungt lið þegar kemur að erlendum leikmönnum. Nenad Delic er orðinn 36 ára og Danero Thomas er 34 ára. Hinn þrítugi Collin Pryor er unglambið. Stóra atriðið var að fá aftur leikstjórnanda liðsins í fyrra. Bandaríski bakvörðurinn Evan Singletary kemur aftur en hann spilaði mjög vel í deildinni í fyrra og var annar stigahæstur og fimmti stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Georgi Boyanov var annar erlendur leikmaður sem fór mikinn í ÍR-búningnum en hann kemur ekki aftur. Það sást vel á gengi ÍR-liðsins hvort Búlgarinn spilaði vel eða illa. Boyanov var með 30,9 í framlagi í sigurleikjunum en aðeins 18,2 í tapleikjunum. Boyanov var með 20,6 stig og 10,2 fráköst í leik. ÍR-ingar fylla í skarð hans með kóratíska miðherjanum Nenad Delic og þá ætlar Everage Richardson að reyna fyrir sér í Domino´s deildinni í vetur. Everage Richardson hefur farið á kostum í 1. deildinni undanfarin tímabil og var sem dæmi með 26,5 stig og 3,1 þrist í leik í fyrra. Áhyggjuefnið er auðvitað að hann er orðinn 34 ára gamall og kannski ekki alveg sami maður og skoað 38,9 stig í leik í 1. deildinni tímabilið 2017-18. Það er mikið um eldri leikmenn í ÍR-liðinu en sá ungi sem gæti slegið í gegnum í vetur er hinn tvítugi Sigvaldi Eggertsson. Sigvaldi Eggertsson er að koma heim frá Spáni en hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenskum unglingalandsliðunum síðustu ár. Sigvaldi hefur hæfileikana og hlusti hann á Borce Ilievski þjálfara er honum allir vegir færir í deildinni í vetur. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum í ÍR-liðinu og nóg af leikmönnum fyrir Borce Ilievski að setja saman í áhugavert lið. Það verður hins vegar stórt verkefni hjá Borce Ilievski að fá menn til að spila saman enda eru margir leikmenn í liðinu sem vilja einoka svolítið boltann. Það á líka eftir að koma í ljós hvort gömlu karlarnir séu kannski orðnir of gamlir til að koma ÍR upp í toppbaráttuna en á þeirra besta degi gætu þeir það vissulega. Collin Pryor er leikmaðurinn sem ÍR þarf til að líma liðið sitt saman.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Collin Pryor Collin Pryor verður í stóru hlutverki í ÍR-liðinu og það verður svolítið undir honum komið að líma hópinn svolítið saman í vörn sem sókn. Hann þarf því halda leik liðsins svolítið gangandi og gera það sem nýtist liðinu best. Collin Pryor er að byrja sitt annað tímabil í Seljaskólanum og vill byggja ofan á það síðasta þegar hann var með 16,7 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Collin er frábær rullupsilari en ekki eins góður þegar hann vill komast í stjörnuhlutverkið. Collin endaði tvo síðustu leiki síðasta tímabil á því að skora yfir tuttugu stig en alls skorað hann yfir tuttugu stig í sjö leikjum deildinni á síðustu leiktíð. ÍR-liðið þarf áfram á orku og góðum varnarleik að halda frá Collin Pryor sem og að boltinn flæði vel í gegnum hann. Hann hefur mikla reynslu og þekkir íslensku deildina orðið mjög vel. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið ÍR í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið ÍR í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Alfonso Birgir Gómez Söruson frá KR Everage Richardson frá Hamri Sigvaldi Eggertsson frá Obradorio (Spánn) Nenad Delic frá BC Prievidza (Slóvakíu) Farnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson til Hattar Roberto Kovac til Lions de Geneve (Sviss) Trausti Eiríksson til Álftanes Hversu langt síðan að ÍR ... . .. varð Íslandsmeistari: 43 ár (1977) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (1998) ... kom upp í deildina: 20 ár (2000) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 10. sæti í deildinni 2014-15 10.sæti í deildinni 2013-14 9. sæti í deildinni 2012-13 9. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Tölur ÍR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 9. sæti (84,9) Skotnýting: 4. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 8. sæti (32,7%) Þristar í leik: 5. sæti (10,1) Vítanýting: 4. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 10. sæti (89,7) Stolnir boltar í leik: 5. sæti (8,0) Varin skot í leik: 5. sæti (3,2) Skotnýting mótherja: 11. sæti (46,9%) Hlutfall frákasta: 12. sæti (45,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 9. sæti (13,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 6. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 11. sæti (32,7) Darri Freyr Atlason gerði Val að Íslandsmeisturum kvenna en nú er hann kominn heim í KR í mögulega erfiðasta þjálfarastarf landsins.Vísir/Daníel Þór KR í 5. sæti: Stór nöfn og breiddin farin en hvað með meistarapressuna? Það þurfti mögulega heimsfaraldur til að stöðva ótrúlega sigurgöngu KR-inga því nú lítur út fyrir að Íslandsbikarinn sé að fara eitthvað annað en í Frostaskjólið. Lætin í Vesturbænum í sumar eru ekki besta veganestið inn í tímabilið og því er margar spurningar uppi um hvernig KR-liðið verður í vetur. Hafi eitthvað lið í Domino´s deildinni átt erfitt sumar þá er það lið KR sumarið 2020. KR-ingar hafa verið mikið í fréttum og þær fréttir hafa flestar verið neikvæðar. Liðið byrjaði á því að kasta út þjálfara sínum í miðju COVID-19 og hefur í framhaldinu misst leikmenn til nágranna sinna í Val. Fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildarinnar hafa verið líka í fjölmiðlum og veðmálið á að redda peningamálunum í úrslitakeppninni kom all svakalega í bakið á KR þegar úrslitakeppnin var flautuð af. Það er ljóst að starfsumhverfi þjálfara KR í dag er allt annað en það var fyrir ári síðan. KR er eina liðið sem hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin sex ár og þegar menn í Vesturbænum lögðu upp í tímabilið fyrir ári síðan þá átti að vinna þann sjöunda í röð. Kórónuveiran endaði sigurgöngu KR og það er ekki líklegt að KR-liðið geti tekið upp þráðinn á þessu tímabili. Darri Freyr Atlason hefur gert Valskonur að Íslandsmeisturum en fær nú eins krefjandi verkefni og þau gerast í karlaboltanum. Þessi ungi þjálfari er kominn í draumastarfið 26 ára gamall en þetta gæti fljótt breyst í martraðarvetur byrji hlutirnir að ganga illa í byrjun. Darri mætir örugglega kokhraustur til leiks eins og hans er von og vísa og hann sýndi líka þroska og yfirvegun á úrslitastundu með Valskonum. Hann er samt að taka risaskref og þarf að stýra skútunni út úr þeim ólgusjó sem hefur umkringt KR-liðið í sumar. Það var mikið áfall fyrir KR að missa bæði Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox og hvað þá yfir lækinn og í Val. Það eru samt nóg af hreinræktuðum KR-ingum eftir í liðinu. Brynjar Þór Björnsson, Helgi Már Magnússon og Jakob Þór Sigurðarson verða allir áfram og þrátt fyrir að þeir séu ekki að vera yngri þá eru þeir menn sem vita hvernig hjólin snúast í Frostaskjólinu. Matthías Orri Sigurðarson fær líka tækifærið til að taka sóknarleik liðsins svolítið upp á sínar herðar eins og hann gerði hjá ÍR. Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir gott tímabil hjá Brynjari Þór Björnssyni þá er það núna. KR-ingar munu þrátt fyrir fjárhagsvandræðin sín spila útlendingaleikinn eins og hin liðin í deildinni. KR er komið með þrjá erlenda leikmenn. Króatann Ante Gospic, Bandaríkjamanninn Ty Sabin og Lettann Roberts Stumbris. Roberts Stumbris er 199 sm framherji, Ty Sabin er 188 sm bakvörður og Ante Gospic er 203 sem kraftframherji. Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra og Ante Gospic hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. KR-liðið má ekki við miklum meiðslum eða öðrum skakkaföllum því breiddin er ekki sú sama og undanfarin ár. Það er ekki gott þegar margir eldri leikmenn liðsins eru í stórum hlutverki í liðinu. KR hefur stundum boðið upp á skrautlega frammistöðu í leikjum undanfarin ár þegar þeir hafa mætt vængbrotnir til leiks og þeir leikir eru víti til varnaðar hvað gæti gerst í vetur. Á móti kemur að það eru enn eftir miklir sigurvegarar í liðinu og með góðum erlendum leikmönnum þá er aldrei hægt að afskrifa lið eins og KR. Darri Freyr Atlason getur alltaf náð stóra prófinu með glans og hjálpað sínu félagi í gegnum erfiða tíma með dyggri hjálp frá sínum reynsluboltum. Komist KR-liðið klakklaust í gegnum tímabilið og nái jafnvel sínu valinkunna skriði inn í úrslitakeppnina þá má aldrei afskrifa sigurvegarana í hópnum. Raunhæf spá er hins vegar að KR verði um miðja deild og ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna. Matthías Orri Sigurðsson er nú kominn í svipað hlutverk hjá KR og hann var í hjá ÍR.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Matthías Orri Sigurðarson Matthías Orri Sigurðarson varð að stórstjörnu í Breiðholtinu þegar hann fór fyrir ÍR-ævintýrinu. Hann átti aðeins erfitt uppdráttar í KR-liðinu í fyrra enda ekki lengur aðalmaður síns liðs heldur hluti af fjölmennri bakvarðarsveit sem gerði tilkall til mínútna og skota. Matthías Orri skipti í annan gír eftir áramót og var á góðu róli hjá liðinu þegar tímabilið var flautað af í vor. Matthías Orri var með 14,5 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í síðustu fjórum leikjum KR sem unnust allir og það mátti sjá hann vera búinn að koma sér betur fyrir í sínu hlutverki. Nú ætti Matthías að geta skipt aftur yfir í ÍR-gírinn enda hefur leikmannahópurinn þynnst. Ólíkt mörgum öðrum leikmönnum KR-liðsins þá ætti Matthías að eiga sín bestu ár eftir. Hann er enn bara 26 ára gamall og þetta er tímabilið þar sem hann ætti að geta orðið aðalmaðurinn í þessu KR-liði. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið KR í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið KR í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Ante Gospic frá Gorica (Króatíu) Ty Sabin frá Wetterbygden Stars (Svíþjóð) Roberts Stumbris frá VEF Riga (Lettlandi) Veigar Áki Hlynsson frá Keflavík Farnir: Kristófer Acox til Vals Jón Arnór Stefánsson til Vals Alfonso Birgir Gómez Söruson til ÍR Sveinn Búi Birgisson til Selfoss Gunnar Steinþórsson til Selfoss Ólafur Þorri Sigurjónsson til Skallagríms Benedikt Lárusson til Skallagríms Michael Craion til Tours (Frakklandi) Mike DiNunno til BC GGMT Vín (Austurríki) Óli Gunnar Gestsson til Hamars Hversu langt síðan að KR ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 62 ár (1958) ... kom upp í deildina: 58 ár (1962) Gengi KR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Tölur KR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 7. sæti (86,0) Skotnýting: 2. sæti (46,6%) 3ja stiga skotnýting: 1. sæti (36,7x%) Þristar í leik: 4. sæti (10,5) Vítanýting: 8. sæti (72,4%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 4. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 7. sæti (7,4) Varin skot í leik: 8. sæti (2,6) Skotnýting mótherja: 6. sæti (43,2%) Hlutfall frákasta: 7. sæti (48,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 3. sæti (19,2) Hraðaupphlaupsstig í leik: 10. sæti (9,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (19,2) Kristófer Acox var kynntur sem nýr leikmaður Vals á dögunum.mynd/@valurkarfa Valur í 4. sæti: Sóttu sér mikinn liðstyrk yfir lækinn Valsmenn hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 37 ár (1983) og þeir hafa ekki komist í úrslitakeppnina síðan vorið 1992. Nú er menn allt í einu farnir að velta fyrir sér þessum hlutum því Valsmenn stefna ekki lengur á það að komast í úrslitakeppnina eins og undanfarin ár heldur á það að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Það er ljóst að þetta Valslið verður með mikinn KR-stimpil á sér enda þreytast menn ekki á því að grínast með að Valsmenn séu að setja saman KR-b lið. Pavel Ermolinskij er nú kominn með nóg að gömlum liðfélögum sínum á Hlíðarenda og gamla þjálfara sinn Finn Frey Stefánsson líka. Finnur sem allt vinnur er að snúa aftur heim í íslensku deildina eftir eitt ár í hvíld og annað ár með lið Horsens IC í Danmörku. Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð frá 2014 til 2018 og er eini þjálfarinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur náð því. Þetta verður fyrsta tímabil Finns á Íslandi síðan að hann vann þann fimmta í röð vorið 2018. Finnur hefur sótt feita bita í gamla meistaraliðið sitt en fallbaráttulið breytist ekki í Íslandsmeistaralið á einum degi. Það mun því reyna á Finn að móta toppbaráttulið hjá Val. Hann var fljótur að hreinsa til og Valsmenn losuðu sig strax við þá Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnús Bracey. Öllum erlendu leikmönnum liðsins var líka skipt út. Jón Arnór Stefánsson ákvað að taka svanasönginn sinn í sama félagi og eldri bróðir sinn gerði garðinn frægan. Það voru margir hissa að sjá Jón Arnór taka þetta skref eftir öll þessi ár í KR. Það segir mikið um aðdráttarafl Hlíðarendaliðsins í dag. Koma Kristófers Acox er síðan enn eitt dæmið um að Valsmenn ætla að gera alvöru hluti á þessu tímabili. Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að Valsmenn endi langa bið eftir titlum en kannski ekki alveg strax. Jón Arnóri liggur kannski á að vinna titla með Val ef hann ætlar að setja skóna upp á hillu næsta vor en það þarf margt að smella til að Valsmenn fari alla leið í vetur. Finnur Atli Magnússon kom á miðju tímabili í fyrra og verður áfram. Sömu sögu er að segja af Frank Aron Booker en faðir hans var einmitt í Valsliðinu þegar liðið komst síðast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttuhundurinn og orkuboltinn Illugi Steingrímsson gæti lent í meiri vandræðum með að fá mínútur en hinir tveir. Valsmenn þurfa aftur á móti að hafa engar áhyggjur af því að falla úr deildinni eða komast ekki í úrslitakeppnina. Allt annað en öruggt sæti í úrslitakeppninni væru mikil vonbrigði á Hlíðarenda miðað við það sem hefur sótt í háklassa leikmönnum í sumar. Fyrrnefnd félagsskipti skipta vissulega miklu máli en kannski eru þau mikilvægastu að sækja Sinisa Bilic til Tindastóls. Sinisa Bilic er fjölhæfur og frábær leikmaður sem var stigahæsti leikmaður Stólanna í fyrra með 19,6 stig í leik. Bilic bíður upp á marga möguleika fyrir hugsandi þjálfara og getur skapað vandræði fyrir mótherjanna á mörgum stöðum. Valsmenn geta líka stillt upp mjög hávöxnu liði með hann sem þrist og Pavel sem leikstjórnanda. Það verður gaman að sjá hversu mikið hinn ungi og stórefnilegi Ástþór Atli Svalason fái að spila í vetur en hann var kominn í stórt hlutverk þegar hann meiddist í fyrra. Stóra spurningin núna er síðan hversu margir erlendir leikmen bætast við og hvaða stöðu bandaríski leikmaður Valsliðsins muni spila. Eins og er þá er breiddin í Valsliðinu ekki mikil. Það er full ástæða til bjartsýni fyrir veturinn hjá Val en væntingarnar mega þó ekki verða of miklar. Liðið hefur allt til alls til að vera í efri hluta deildarinnar og við spáum því að Valsmenn taki síðasta sætið sem gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Valsmenn hafa ekki spilað í úrslitakeppninni í 28 ár og það væri kannski við hæfi að fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppninni í tæpa þrjá áratugi yrði spilaður að Hlíðarenda. Pavel Ermolinskij hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á síðustu átta tímabilum sínum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Verður að eiga gott tímabil: Pavel Ermolinskij Það eru liðin sjö ár síðan að lið varð Íslandsmeistari án þess að vera með Pavel Ermolinskij í sínu liði. Pavel Ermolinskij sjálfur hefur unnið allar úrslitakeppnir á Íslandi sem hann hefur tekið þátt í frá og með árinu 2011. Það er engin tilviljun. Pavel Ermolinskij kom til Vals í fyrrasumar og virðist hafa opnað með því flóðgáttir því KR-ingar hafa streymt yfir á Hlíðarenda síðan. Valsliðið í fyrra var ekki alveg ekki þeim klassa sem Pavel er vanur en í vetur er staðan allt önnur. Þeir sem þekkja til Pavels Ermolinskij vita vel að þar fer leikmaður sem vill stýra leik síns liðs og hungrar í að komast í stærstu leikina. Á sama tíma er það mikilvægt að halda honum ánægðum og heilum því það standast fáir Pavel snúninginn þegar hann er á fullri ferð. Pavel er nú kominn með vin Jón Arnór Stefánssson aftur með sér í liði og þá er góð samvinna hans með Kristófer Acox í vegg og veltu fyrir löngu orðin kunn. Pavel hefur því allt til alls til að sýna enn á ný mikilvægi sitt og mátt sinn í að leiða lið til góðs árangurs í Domino´s deildinni. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Vals í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Vals í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Jón Arnór Stefánsson frá KR Sinisa Bilic frá Tindastól Kristófer Acox frá KR Farnir: Ragnar Nathanealson til Hauka Austin Magnús Bracey til Hauka Damir Mijic til Zaprude (Króatía) Naor Sharon Maccabi Haifa (Ísrael) Pálmi Þórsson Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 37 ár (1983) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 33 ár (1987) ... varð bikarmeistari: 37 ár (1983) ... komst í bikarúrslit: 33 ár (1987) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 28 ár (1992) ... komst í lokaúrslit: 28 ár (1992) ... féll úr deildinni: 6 ár (2014) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 12. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 12. sæti í deildinni Tölur Vals frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 11. sæti (80,9) Skotnýting: 12. sæti (42,6%) 3ja stiga skotnýting: 5. sæti (33,4%) Þristar í leik: 1. sæti (10,9) Vítanýting: 12. sæti (65,9%)- Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 8. sæti (86,3) Stolnir boltar í leik: 11. sæti (6,5) Varin skot í leik: 3. sæti (3,4) Skotnýting mótherja: 8. sæti (44,8%) Hlutfall frákasta: 6. sæti (49,2%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 2. sæti (22,5) Hraðaupphlaupsstig í leik: 12. sæti (9,0) Stig í teig í leik: 12. sæti (31,4) Dominos-deild karla ÍR KR Valur Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjuðum á því að skoða fallbaráttuna á mánudaginn og í gær fjölluðum við um baráttuna um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Að þessu sinnu skoðum við liðin sem við spáum að muni berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Liðin í fjórða til sjötta sæti í spánni okkar koma öll af Reykjavíkursvæðinu og tvö þeirra mættust í síðustu lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn fyrir einu og hálfu ári síðan. Litla liðið í þessum hópi undanfarin ár er núna líklegast til afreka mest eftir miklar breytingar hjá nágrönnum þeirra. Það verður örugglega mikill rígur á milli Valsmanna og KR-inga í vetur. Valsmenn hafa verið litla liðið í Reykjavík í samanburði við velgengni KR og ævintýri ÍR-inga en nú gæti orðið breyting á því. Fullt af KR-ingum hafa fært sig yfir lækinn og eru komnir úr svart-hvítu í rautt. Innbyrðis leikir liðanna gætu líka ráðið miklu um það hvor endar ofar. Ævintýralið ÍR hefur breyst mikið frá lokaúrslitunum 2019 og Borce Ilievski er að byggja upp nýtt lið í Breiðholtinu. ÍR-ingar eru aðeins á eftir hinum tveimur en það er ekki mikið. Það yrði vissulega afturhvarf til níunda áratugarins en þrjú Reykjavíkurfélög hafa ekki endað inn á topp sex síðan vorið 1987 eða í 33 ár. Borce Ilievski hefur gert frábæra hluti sem þjálfari ÍR-liðsins síðustu ár.Vísir/Bára ÍR í 6. sæti: Hvað getur Borce Ilievski töfrað fram í Breiðholtinu í vetur? Borce Ilievski hefur sett saman mörg skemmtileg lið í Breiðholtinu á síðustu tímabilum og liðið í ár ætti að komast í úrslitakeppnina. Hvort að annað ævintýri sé í uppsiglingu er erfitt að segja. ÍR-ingar lentu í miklum breytingum á síðasta tímabili en ætla nú að byggja ofan á það lið sem varð til í Seljaskólanum í fyrra. Það lið var löngu öruggt með sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. ÍR-liðið hefur boðið upp á margar sviðsmyndir á síðustu tímabilum þar á meðal að vera í baráttu um deildarmeistaratitilinn á einu ári og á öðru að komast alla leið í úrslitaeinvigið úr sjöunda sætinu þar sem liðið sló meðal annars út tvö efstu lið deildarkeppninnar. Það er búið að hrósa Borce Ilievski mikið á undanförnum árum og ekki af ástæðulausu. Borce Ilievski hefur ávallt sett saman skeinuhætt lið í Seljaskólanum og gefið stuðningsmannasveitinni GhettoHooligans eitthvað til að syngja um. Liðið sem fór lengst var byggt í kringum leikstjórnandann Matthías Orra Sigurðarson og miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson en þú eru nú báðir á bak og burt. Síðan hefur Borce Ilievski verið að leita að nýju liði og eyddi síðasta tímabili að í móta framtíðarlið. Lykilatriði fyrir ÍR er að halda þremur lykilmönnum í þeim Evan Singletary, Collin Pryor og Danero Thomas en um leið bæta við leikmanni sem við sjáum ekki oft meðal erlendra leikmanna en það er hinn 210 sentímetra hái kóratíski miðherji Nenad Delic. ÍR-liðið er samt ekki ungt lið þegar kemur að erlendum leikmönnum. Nenad Delic er orðinn 36 ára og Danero Thomas er 34 ára. Hinn þrítugi Collin Pryor er unglambið. Stóra atriðið var að fá aftur leikstjórnanda liðsins í fyrra. Bandaríski bakvörðurinn Evan Singletary kemur aftur en hann spilaði mjög vel í deildinni í fyrra og var annar stigahæstur og fimmti stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Georgi Boyanov var annar erlendur leikmaður sem fór mikinn í ÍR-búningnum en hann kemur ekki aftur. Það sást vel á gengi ÍR-liðsins hvort Búlgarinn spilaði vel eða illa. Boyanov var með 30,9 í framlagi í sigurleikjunum en aðeins 18,2 í tapleikjunum. Boyanov var með 20,6 stig og 10,2 fráköst í leik. ÍR-ingar fylla í skarð hans með kóratíska miðherjanum Nenad Delic og þá ætlar Everage Richardson að reyna fyrir sér í Domino´s deildinni í vetur. Everage Richardson hefur farið á kostum í 1. deildinni undanfarin tímabil og var sem dæmi með 26,5 stig og 3,1 þrist í leik í fyrra. Áhyggjuefnið er auðvitað að hann er orðinn 34 ára gamall og kannski ekki alveg sami maður og skoað 38,9 stig í leik í 1. deildinni tímabilið 2017-18. Það er mikið um eldri leikmenn í ÍR-liðinu en sá ungi sem gæti slegið í gegnum í vetur er hinn tvítugi Sigvaldi Eggertsson. Sigvaldi Eggertsson er að koma heim frá Spáni en hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenskum unglingalandsliðunum síðustu ár. Sigvaldi hefur hæfileikana og hlusti hann á Borce Ilievski þjálfara er honum allir vegir færir í deildinni í vetur. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum í ÍR-liðinu og nóg af leikmönnum fyrir Borce Ilievski að setja saman í áhugavert lið. Það verður hins vegar stórt verkefni hjá Borce Ilievski að fá menn til að spila saman enda eru margir leikmenn í liðinu sem vilja einoka svolítið boltann. Það á líka eftir að koma í ljós hvort gömlu karlarnir séu kannski orðnir of gamlir til að koma ÍR upp í toppbaráttuna en á þeirra besta degi gætu þeir það vissulega. Collin Pryor er leikmaðurinn sem ÍR þarf til að líma liðið sitt saman.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Collin Pryor Collin Pryor verður í stóru hlutverki í ÍR-liðinu og það verður svolítið undir honum komið að líma hópinn svolítið saman í vörn sem sókn. Hann þarf því halda leik liðsins svolítið gangandi og gera það sem nýtist liðinu best. Collin Pryor er að byrja sitt annað tímabil í Seljaskólanum og vill byggja ofan á það síðasta þegar hann var með 16,7 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Collin er frábær rullupsilari en ekki eins góður þegar hann vill komast í stjörnuhlutverkið. Collin endaði tvo síðustu leiki síðasta tímabil á því að skora yfir tuttugu stig en alls skorað hann yfir tuttugu stig í sjö leikjum deildinni á síðustu leiktíð. ÍR-liðið þarf áfram á orku og góðum varnarleik að halda frá Collin Pryor sem og að boltinn flæði vel í gegnum hann. Hann hefur mikla reynslu og þekkir íslensku deildina orðið mjög vel. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið ÍR í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið ÍR í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Alfonso Birgir Gómez Söruson frá KR Everage Richardson frá Hamri Sigvaldi Eggertsson frá Obradorio (Spánn) Nenad Delic frá BC Prievidza (Slóvakíu) Farnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson til Hattar Roberto Kovac til Lions de Geneve (Sviss) Trausti Eiríksson til Álftanes Hversu langt síðan að ÍR ... . .. varð Íslandsmeistari: 43 ár (1977) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (1998) ... kom upp í deildina: 20 ár (2000) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 10. sæti í deildinni 2014-15 10.sæti í deildinni 2013-14 9. sæti í deildinni 2012-13 9. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Tölur ÍR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 9. sæti (84,9) Skotnýting: 4. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 8. sæti (32,7%) Þristar í leik: 5. sæti (10,1) Vítanýting: 4. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 10. sæti (89,7) Stolnir boltar í leik: 5. sæti (8,0) Varin skot í leik: 5. sæti (3,2) Skotnýting mótherja: 11. sæti (46,9%) Hlutfall frákasta: 12. sæti (45,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 9. sæti (13,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 6. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 11. sæti (32,7) Darri Freyr Atlason gerði Val að Íslandsmeisturum kvenna en nú er hann kominn heim í KR í mögulega erfiðasta þjálfarastarf landsins.Vísir/Daníel Þór KR í 5. sæti: Stór nöfn og breiddin farin en hvað með meistarapressuna? Það þurfti mögulega heimsfaraldur til að stöðva ótrúlega sigurgöngu KR-inga því nú lítur út fyrir að Íslandsbikarinn sé að fara eitthvað annað en í Frostaskjólið. Lætin í Vesturbænum í sumar eru ekki besta veganestið inn í tímabilið og því er margar spurningar uppi um hvernig KR-liðið verður í vetur. Hafi eitthvað lið í Domino´s deildinni átt erfitt sumar þá er það lið KR sumarið 2020. KR-ingar hafa verið mikið í fréttum og þær fréttir hafa flestar verið neikvæðar. Liðið byrjaði á því að kasta út þjálfara sínum í miðju COVID-19 og hefur í framhaldinu misst leikmenn til nágranna sinna í Val. Fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildarinnar hafa verið líka í fjölmiðlum og veðmálið á að redda peningamálunum í úrslitakeppninni kom all svakalega í bakið á KR þegar úrslitakeppnin var flautuð af. Það er ljóst að starfsumhverfi þjálfara KR í dag er allt annað en það var fyrir ári síðan. KR er eina liðið sem hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin sex ár og þegar menn í Vesturbænum lögðu upp í tímabilið fyrir ári síðan þá átti að vinna þann sjöunda í röð. Kórónuveiran endaði sigurgöngu KR og það er ekki líklegt að KR-liðið geti tekið upp þráðinn á þessu tímabili. Darri Freyr Atlason hefur gert Valskonur að Íslandsmeisturum en fær nú eins krefjandi verkefni og þau gerast í karlaboltanum. Þessi ungi þjálfari er kominn í draumastarfið 26 ára gamall en þetta gæti fljótt breyst í martraðarvetur byrji hlutirnir að ganga illa í byrjun. Darri mætir örugglega kokhraustur til leiks eins og hans er von og vísa og hann sýndi líka þroska og yfirvegun á úrslitastundu með Valskonum. Hann er samt að taka risaskref og þarf að stýra skútunni út úr þeim ólgusjó sem hefur umkringt KR-liðið í sumar. Það var mikið áfall fyrir KR að missa bæði Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox og hvað þá yfir lækinn og í Val. Það eru samt nóg af hreinræktuðum KR-ingum eftir í liðinu. Brynjar Þór Björnsson, Helgi Már Magnússon og Jakob Þór Sigurðarson verða allir áfram og þrátt fyrir að þeir séu ekki að vera yngri þá eru þeir menn sem vita hvernig hjólin snúast í Frostaskjólinu. Matthías Orri Sigurðarson fær líka tækifærið til að taka sóknarleik liðsins svolítið upp á sínar herðar eins og hann gerði hjá ÍR. Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir gott tímabil hjá Brynjari Þór Björnssyni þá er það núna. KR-ingar munu þrátt fyrir fjárhagsvandræðin sín spila útlendingaleikinn eins og hin liðin í deildinni. KR er komið með þrjá erlenda leikmenn. Króatann Ante Gospic, Bandaríkjamanninn Ty Sabin og Lettann Roberts Stumbris. Roberts Stumbris er 199 sm framherji, Ty Sabin er 188 sm bakvörður og Ante Gospic er 203 sem kraftframherji. Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra og Ante Gospic hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. KR-liðið má ekki við miklum meiðslum eða öðrum skakkaföllum því breiddin er ekki sú sama og undanfarin ár. Það er ekki gott þegar margir eldri leikmenn liðsins eru í stórum hlutverki í liðinu. KR hefur stundum boðið upp á skrautlega frammistöðu í leikjum undanfarin ár þegar þeir hafa mætt vængbrotnir til leiks og þeir leikir eru víti til varnaðar hvað gæti gerst í vetur. Á móti kemur að það eru enn eftir miklir sigurvegarar í liðinu og með góðum erlendum leikmönnum þá er aldrei hægt að afskrifa lið eins og KR. Darri Freyr Atlason getur alltaf náð stóra prófinu með glans og hjálpað sínu félagi í gegnum erfiða tíma með dyggri hjálp frá sínum reynsluboltum. Komist KR-liðið klakklaust í gegnum tímabilið og nái jafnvel sínu valinkunna skriði inn í úrslitakeppnina þá má aldrei afskrifa sigurvegarana í hópnum. Raunhæf spá er hins vegar að KR verði um miðja deild og ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna. Matthías Orri Sigurðsson er nú kominn í svipað hlutverk hjá KR og hann var í hjá ÍR.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Matthías Orri Sigurðarson Matthías Orri Sigurðarson varð að stórstjörnu í Breiðholtinu þegar hann fór fyrir ÍR-ævintýrinu. Hann átti aðeins erfitt uppdráttar í KR-liðinu í fyrra enda ekki lengur aðalmaður síns liðs heldur hluti af fjölmennri bakvarðarsveit sem gerði tilkall til mínútna og skota. Matthías Orri skipti í annan gír eftir áramót og var á góðu róli hjá liðinu þegar tímabilið var flautað af í vor. Matthías Orri var með 14,5 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í síðustu fjórum leikjum KR sem unnust allir og það mátti sjá hann vera búinn að koma sér betur fyrir í sínu hlutverki. Nú ætti Matthías að geta skipt aftur yfir í ÍR-gírinn enda hefur leikmannahópurinn þynnst. Ólíkt mörgum öðrum leikmönnum KR-liðsins þá ætti Matthías að eiga sín bestu ár eftir. Hann er enn bara 26 ára gamall og þetta er tímabilið þar sem hann ætti að geta orðið aðalmaðurinn í þessu KR-liði. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið KR í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið KR í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Ante Gospic frá Gorica (Króatíu) Ty Sabin frá Wetterbygden Stars (Svíþjóð) Roberts Stumbris frá VEF Riga (Lettlandi) Veigar Áki Hlynsson frá Keflavík Farnir: Kristófer Acox til Vals Jón Arnór Stefánsson til Vals Alfonso Birgir Gómez Söruson til ÍR Sveinn Búi Birgisson til Selfoss Gunnar Steinþórsson til Selfoss Ólafur Þorri Sigurjónsson til Skallagríms Benedikt Lárusson til Skallagríms Michael Craion til Tours (Frakklandi) Mike DiNunno til BC GGMT Vín (Austurríki) Óli Gunnar Gestsson til Hamars Hversu langt síðan að KR ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 62 ár (1958) ... kom upp í deildina: 58 ár (1962) Gengi KR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Tölur KR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 7. sæti (86,0) Skotnýting: 2. sæti (46,6%) 3ja stiga skotnýting: 1. sæti (36,7x%) Þristar í leik: 4. sæti (10,5) Vítanýting: 8. sæti (72,4%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 4. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 7. sæti (7,4) Varin skot í leik: 8. sæti (2,6) Skotnýting mótherja: 6. sæti (43,2%) Hlutfall frákasta: 7. sæti (48,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 3. sæti (19,2) Hraðaupphlaupsstig í leik: 10. sæti (9,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (19,2) Kristófer Acox var kynntur sem nýr leikmaður Vals á dögunum.mynd/@valurkarfa Valur í 4. sæti: Sóttu sér mikinn liðstyrk yfir lækinn Valsmenn hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 37 ár (1983) og þeir hafa ekki komist í úrslitakeppnina síðan vorið 1992. Nú er menn allt í einu farnir að velta fyrir sér þessum hlutum því Valsmenn stefna ekki lengur á það að komast í úrslitakeppnina eins og undanfarin ár heldur á það að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Það er ljóst að þetta Valslið verður með mikinn KR-stimpil á sér enda þreytast menn ekki á því að grínast með að Valsmenn séu að setja saman KR-b lið. Pavel Ermolinskij er nú kominn með nóg að gömlum liðfélögum sínum á Hlíðarenda og gamla þjálfara sinn Finn Frey Stefánsson líka. Finnur sem allt vinnur er að snúa aftur heim í íslensku deildina eftir eitt ár í hvíld og annað ár með lið Horsens IC í Danmörku. Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð frá 2014 til 2018 og er eini þjálfarinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur náð því. Þetta verður fyrsta tímabil Finns á Íslandi síðan að hann vann þann fimmta í röð vorið 2018. Finnur hefur sótt feita bita í gamla meistaraliðið sitt en fallbaráttulið breytist ekki í Íslandsmeistaralið á einum degi. Það mun því reyna á Finn að móta toppbaráttulið hjá Val. Hann var fljótur að hreinsa til og Valsmenn losuðu sig strax við þá Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnús Bracey. Öllum erlendu leikmönnum liðsins var líka skipt út. Jón Arnór Stefánsson ákvað að taka svanasönginn sinn í sama félagi og eldri bróðir sinn gerði garðinn frægan. Það voru margir hissa að sjá Jón Arnór taka þetta skref eftir öll þessi ár í KR. Það segir mikið um aðdráttarafl Hlíðarendaliðsins í dag. Koma Kristófers Acox er síðan enn eitt dæmið um að Valsmenn ætla að gera alvöru hluti á þessu tímabili. Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að Valsmenn endi langa bið eftir titlum en kannski ekki alveg strax. Jón Arnóri liggur kannski á að vinna titla með Val ef hann ætlar að setja skóna upp á hillu næsta vor en það þarf margt að smella til að Valsmenn fari alla leið í vetur. Finnur Atli Magnússon kom á miðju tímabili í fyrra og verður áfram. Sömu sögu er að segja af Frank Aron Booker en faðir hans var einmitt í Valsliðinu þegar liðið komst síðast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttuhundurinn og orkuboltinn Illugi Steingrímsson gæti lent í meiri vandræðum með að fá mínútur en hinir tveir. Valsmenn þurfa aftur á móti að hafa engar áhyggjur af því að falla úr deildinni eða komast ekki í úrslitakeppnina. Allt annað en öruggt sæti í úrslitakeppninni væru mikil vonbrigði á Hlíðarenda miðað við það sem hefur sótt í háklassa leikmönnum í sumar. Fyrrnefnd félagsskipti skipta vissulega miklu máli en kannski eru þau mikilvægastu að sækja Sinisa Bilic til Tindastóls. Sinisa Bilic er fjölhæfur og frábær leikmaður sem var stigahæsti leikmaður Stólanna í fyrra með 19,6 stig í leik. Bilic bíður upp á marga möguleika fyrir hugsandi þjálfara og getur skapað vandræði fyrir mótherjanna á mörgum stöðum. Valsmenn geta líka stillt upp mjög hávöxnu liði með hann sem þrist og Pavel sem leikstjórnanda. Það verður gaman að sjá hversu mikið hinn ungi og stórefnilegi Ástþór Atli Svalason fái að spila í vetur en hann var kominn í stórt hlutverk þegar hann meiddist í fyrra. Stóra spurningin núna er síðan hversu margir erlendir leikmen bætast við og hvaða stöðu bandaríski leikmaður Valsliðsins muni spila. Eins og er þá er breiddin í Valsliðinu ekki mikil. Það er full ástæða til bjartsýni fyrir veturinn hjá Val en væntingarnar mega þó ekki verða of miklar. Liðið hefur allt til alls til að vera í efri hluta deildarinnar og við spáum því að Valsmenn taki síðasta sætið sem gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Valsmenn hafa ekki spilað í úrslitakeppninni í 28 ár og það væri kannski við hæfi að fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppninni í tæpa þrjá áratugi yrði spilaður að Hlíðarenda. Pavel Ermolinskij hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á síðustu átta tímabilum sínum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Verður að eiga gott tímabil: Pavel Ermolinskij Það eru liðin sjö ár síðan að lið varð Íslandsmeistari án þess að vera með Pavel Ermolinskij í sínu liði. Pavel Ermolinskij sjálfur hefur unnið allar úrslitakeppnir á Íslandi sem hann hefur tekið þátt í frá og með árinu 2011. Það er engin tilviljun. Pavel Ermolinskij kom til Vals í fyrrasumar og virðist hafa opnað með því flóðgáttir því KR-ingar hafa streymt yfir á Hlíðarenda síðan. Valsliðið í fyrra var ekki alveg ekki þeim klassa sem Pavel er vanur en í vetur er staðan allt önnur. Þeir sem þekkja til Pavels Ermolinskij vita vel að þar fer leikmaður sem vill stýra leik síns liðs og hungrar í að komast í stærstu leikina. Á sama tíma er það mikilvægt að halda honum ánægðum og heilum því það standast fáir Pavel snúninginn þegar hann er á fullri ferð. Pavel er nú kominn með vin Jón Arnór Stefánssson aftur með sér í liði og þá er góð samvinna hans með Kristófer Acox í vegg og veltu fyrir löngu orðin kunn. Pavel hefur því allt til alls til að sýna enn á ný mikilvægi sitt og mátt sinn í að leiða lið til góðs árangurs í Domino´s deildinni. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Vals í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Vals í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Jón Arnór Stefánsson frá KR Sinisa Bilic frá Tindastól Kristófer Acox frá KR Farnir: Ragnar Nathanealson til Hauka Austin Magnús Bracey til Hauka Damir Mijic til Zaprude (Króatía) Naor Sharon Maccabi Haifa (Ísrael) Pálmi Þórsson Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 37 ár (1983) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 33 ár (1987) ... varð bikarmeistari: 37 ár (1983) ... komst í bikarúrslit: 33 ár (1987) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 28 ár (1992) ... komst í lokaúrslit: 28 ár (1992) ... féll úr deildinni: 6 ár (2014) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 12. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 12. sæti í deildinni Tölur Vals frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 11. sæti (80,9) Skotnýting: 12. sæti (42,6%) 3ja stiga skotnýting: 5. sæti (33,4%) Þristar í leik: 1. sæti (10,9) Vítanýting: 12. sæti (65,9%)- Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 8. sæti (86,3) Stolnir boltar í leik: 11. sæti (6,5) Varin skot í leik: 3. sæti (3,4) Skotnýting mótherja: 8. sæti (44,8%) Hlutfall frákasta: 6. sæti (49,2%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 2. sæti (22,5) Hraðaupphlaupsstig í leik: 12. sæti (9,0) Stig í teig í leik: 12. sæti (31,4)
Komnir: Alfonso Birgir Gómez Söruson frá KR Everage Richardson frá Hamri Sigvaldi Eggertsson frá Obradorio (Spánn) Nenad Delic frá BC Prievidza (Slóvakíu) Farnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson til Hattar Roberto Kovac til Lions de Geneve (Sviss) Trausti Eiríksson til Álftanes
Hversu langt síðan að ÍR ... . .. varð Íslandsmeistari: 43 ár (1977) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (1998) ... kom upp í deildina: 20 ár (2000) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 10. sæti í deildinni 2014-15 10.sæti í deildinni 2013-14 9. sæti í deildinni 2012-13 9. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Tölur ÍR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 9. sæti (84,9) Skotnýting: 4. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 8. sæti (32,7%) Þristar í leik: 5. sæti (10,1) Vítanýting: 4. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 10. sæti (89,7) Stolnir boltar í leik: 5. sæti (8,0) Varin skot í leik: 5. sæti (3,2) Skotnýting mótherja: 11. sæti (46,9%) Hlutfall frákasta: 12. sæti (45,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 9. sæti (13,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 6. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 11. sæti (32,7)
Komnir: Ante Gospic frá Gorica (Króatíu) Ty Sabin frá Wetterbygden Stars (Svíþjóð) Roberts Stumbris frá VEF Riga (Lettlandi) Veigar Áki Hlynsson frá Keflavík Farnir: Kristófer Acox til Vals Jón Arnór Stefánsson til Vals Alfonso Birgir Gómez Söruson til ÍR Sveinn Búi Birgisson til Selfoss Gunnar Steinþórsson til Selfoss Ólafur Þorri Sigurjónsson til Skallagríms Benedikt Lárusson til Skallagríms Michael Craion til Tours (Frakklandi) Mike DiNunno til BC GGMT Vín (Austurríki) Óli Gunnar Gestsson til Hamars
Hversu langt síðan að KR ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 62 ár (1958) ... kom upp í deildina: 58 ár (1962) Gengi KR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Tölur KR frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 7. sæti (86,0) Skotnýting: 2. sæti (46,6%) 3ja stiga skotnýting: 1. sæti (36,7x%) Þristar í leik: 4. sæti (10,5) Vítanýting: 8. sæti (72,4%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 4. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 7. sæti (7,4) Varin skot í leik: 8. sæti (2,6) Skotnýting mótherja: 6. sæti (43,2%) Hlutfall frákasta: 7. sæti (48,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 3. sæti (19,2) Hraðaupphlaupsstig í leik: 10. sæti (9,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (19,2)
Komnir: Jón Arnór Stefánsson frá KR Sinisa Bilic frá Tindastól Kristófer Acox frá KR Farnir: Ragnar Nathanealson til Hauka Austin Magnús Bracey til Hauka Damir Mijic til Zaprude (Króatía) Naor Sharon Maccabi Haifa (Ísrael) Pálmi Þórsson
Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 37 ár (1983) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 33 ár (1987) ... varð bikarmeistari: 37 ár (1983) ... komst í bikarúrslit: 33 ár (1987) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 28 ár (1992) ... komst í lokaúrslit: 28 ár (1992) ... féll úr deildinni: 6 ár (2014) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 12. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 12. sæti í deildinni Tölur Vals frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 11. sæti (80,9) Skotnýting: 12. sæti (42,6%) 3ja stiga skotnýting: 5. sæti (33,4%) Þristar í leik: 1. sæti (10,9) Vítanýting: 12. sæti (65,9%)- Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 8. sæti (86,3) Stolnir boltar í leik: 11. sæti (6,5) Varin skot í leik: 3. sæti (3,4) Skotnýting mótherja: 8. sæti (44,8%) Hlutfall frákasta: 6. sæti (49,2%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 2. sæti (22,5) Hraðaupphlaupsstig í leik: 12. sæti (9,0) Stig í teig í leik: 12. sæti (31,4)
Dominos-deild karla ÍR KR Valur Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00