Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 07:56 Máni Atlason er framkvæmdastjóri GAMMA. Hann tók við því starfi fyrir ári síðan þegar Valdimar Ármann hætti sem forstjóri félagsins. Vísir/Egill Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós. GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós.
GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50