„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:00 Eric Dier og félagar hans fögnuðu sigrinum gegn Chelsea vel, eftir klósettferðina, jöfnunarmark Erik Lamela og vítaspyrnukeppnina. vísir/getty Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42