Aðgerðir líklega kynntar á morgun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 19:00 Fundað var í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira