12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. september 2020 14:01 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Fæðingarorlof Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun