Útlitið gott varðandi Kára og Kolbein Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 16:00 Kári Árnason í átökum við Harry Kane sem fékk lítið að láta ljós sitt skína á Laugardalsvelli. vísir/getty Bjartsýnir ríkir um að Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason verði klárir í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Rúmeníu í EM-umspilinu eftir tíu daga. Kolbeinn meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Englandi fyrir þremur vikum. Hann hefur því ekki getað spilað með liði sínu AIK í Svíþjóð síðan 30. ágúst. Bartosz Grzelak, þjálfari AIK, segir hins vegar við Fotbollskanalen að nú sé hægt að velja Kolbein í liðið á nýjan leik en AIK mætir Mjällby í dag. Kolbeinn Sigþórsson, fremstur á mynd, meiddist í upphitun fyrir leikinn við England.VÍSIR/VILHELM Kári meiddist í leik með Víkingi R. gegn Fylki síðasta fimmtudag og var óttast að hann yrði frá keppni í 2-3 vikur. Kári missti af leiknum við ÍA í gær en í samtali við Fótbolti.net eftir leik sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að útlitið væri gott varðandi miðvörðinn mikilvæga. „KR leikurinn á fimmtudag kemur of snemma en við eigum KA á sunnudeginum og vonandi nær hann honum. Mér finnst mikilvægt að hann nái mínútum með okkur áður en hann fer í landsliðsverkefni,“ sagði Arnar um leið og hann ítrekaði mikilvægi Kára fyrir íslenska landsliðið. Almennt virðist útlitið nokkuð gott varðandi ástand leikmanna landsliðsins fyrir utan þá afar slæmu staðreynd að Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur. Útlit er fyrir að hann missi af leiknum eftir að hann meiddist í leik með Burnley í enska deildabikarnum fyrir ellefu dögum, miðað við orð knattspyrnustjóra Burnley eftir leikinn. Jóhann var í það minnsta ekki með liðinu í 1-0 tapinu gegn Southampton um helgina. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Bjartsýnir ríkir um að Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason verði klárir í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Rúmeníu í EM-umspilinu eftir tíu daga. Kolbeinn meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Englandi fyrir þremur vikum. Hann hefur því ekki getað spilað með liði sínu AIK í Svíþjóð síðan 30. ágúst. Bartosz Grzelak, þjálfari AIK, segir hins vegar við Fotbollskanalen að nú sé hægt að velja Kolbein í liðið á nýjan leik en AIK mætir Mjällby í dag. Kolbeinn Sigþórsson, fremstur á mynd, meiddist í upphitun fyrir leikinn við England.VÍSIR/VILHELM Kári meiddist í leik með Víkingi R. gegn Fylki síðasta fimmtudag og var óttast að hann yrði frá keppni í 2-3 vikur. Kári missti af leiknum við ÍA í gær en í samtali við Fótbolti.net eftir leik sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að útlitið væri gott varðandi miðvörðinn mikilvæga. „KR leikurinn á fimmtudag kemur of snemma en við eigum KA á sunnudeginum og vonandi nær hann honum. Mér finnst mikilvægt að hann nái mínútum með okkur áður en hann fer í landsliðsverkefni,“ sagði Arnar um leið og hann ítrekaði mikilvægi Kára fyrir íslenska landsliðið. Almennt virðist útlitið nokkuð gott varðandi ástand leikmanna landsliðsins fyrir utan þá afar slæmu staðreynd að Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur. Útlit er fyrir að hann missi af leiknum eftir að hann meiddist í leik með Burnley í enska deildabikarnum fyrir ellefu dögum, miðað við orð knattspyrnustjóra Burnley eftir leikinn. Jóhann var í það minnsta ekki með liðinu í 1-0 tapinu gegn Southampton um helgina.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira