„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 13:17 Víðir Reynisson segir það miður að samkomutakmarkanir á krám og skemmtistöðum hafi ekki skilað árangri. Höfuðborgarsvæðið sé nú á rauðu hættustigi sem þýði að aðgerða sé þörf. Vísir/Vilhelm „Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira