„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 13:17 Víðir Reynisson segir það miður að samkomutakmarkanir á krám og skemmtistöðum hafi ekki skilað árangri. Höfuðborgarsvæðið sé nú á rauðu hættustigi sem þýði að aðgerða sé þörf. Vísir/Vilhelm „Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
„Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira