Sum fyrirtæki verði að víkja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 12:37 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræddi áhrif kórónuveirufaraldursins í Sprengisandi í morgun. Vísir Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira