„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 12:45 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti var verjandi dagmóðurinnar í Landsrétti. Hann segir málið sorglegt. Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið. Dómsmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið.
Dómsmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira