Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 17:35 Konan var í dag sýknuð í Landsrétti en ekki taldist nægilega sannað að hún hafi beitt stúlkuna ofbeldi með þeim hætti sem ákæruvaldið tilgreindi. Vísir/Vilhelm Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni. Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni.
Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira