Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Andri Már Eggertsson skrifar 27. september 2020 22:30 FH - Valur Pesí Max deildin sumar 2020 Ksí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Það var mikil spenna í leik Vals og Breiðablik sem endaði með að liðin skildu jöfn eftir að Birkir Már Sævarsson jafnaði leikinn í blálokin. Færi fystu 45 mínútur leiksins voru af skornum skammti, bæði lið gerðu vel í að loka á það sem þurfti þegar ógnað var að markinu. Gísli Eyjólfsson var sá sem ógnaði mest marki Vals til að byrja með leiks. Gísli fékk nokkrar góðar tilraunir til að koma boltanum í markið en skot hans fóru framhjá eða í varnarmann. Hornspyrnur Vals var þeirra mesta ógn, þeir fengu sex hornspyrnur sem voru þá með mis góðum árangri. Seinni hálfleikurinn var talsvert fjörugri en sá fyrri og bauð hann upp á mikla skemmtun frá báðum liðum. Davíð Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór í fasta tæklingu á Hauk Pál Sigurðsson þegar hann var að hreinsa boltann fram völlinn, Vilhjálmur Alvar var viss í sinni sök og reif upp rauða spjaldið um leið, það mynduðust mikil læti kringum brotið og fékk Valgeir Lunddal að lít gula spjaldið. Það leið ekki á löngu þar til Brynjólfur Andersen lék á Valgeir sem tosaði heldur mikið í hann að mati dómarans því Valgeir fékk að líta sitt annað gula spjald og þá var orðið jafnt í liðum á nýjan leik. Róbert Orri Þorkelsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning frá Höskuldi sem fór illa með Kaj Leo og sendi boltann á Róbert sem skoraði. Undir lok leiks jafnaði síðan Birkir Már Sævarsson metin eftir sendingu frá Birki Heimissyni, Blikarnir voru brjálaðir því aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu sem Villhjálmur Alvar hunsaði og markið stóð og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Það benti allt í að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli framan af leik, bæði lið fundu síðan betri takt í sínum leik og skoruðu sitthvort markið, spilamennskan hjá liðunum var á því að jafntefli væri rétt niðurstaða sem kom síðan á daginn. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson er á bleiku skýi þessa dagana og gerði hann fjórða mark sitt í þremur leikjum. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug fyrir mót. Varnarleikur Breiðabliks var góður þeir héldu Patrick Pedersen í lás allan leikinn, Höskuldur Gunnlaugsson var góður í dag hann var ógnandi og réðist oft á vörn Vals sem skilaði stoðsendingu á Róbert Orra. Hvað gekk illa? Þó Blikar hefðu ekki viljað að mark Vals myndi standa, þá er algjört gáleysi að vera ekki á tánum í jöfnunar markinu og fylgjast með Birki Má sem þeir ættu að vita að það dettur allt fyrir hann þessa dagana. Síðasti þriðjungur vallarinns reyndist báðum liðum erfiður á köflum, liðin voru að koma sér í margar fínar stöður en það vantaði alltaf úrslita sendinguna til að fá fleiri dauðafæri. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og verða frestaðir leikir spilaðir á fimmtudaginn næsta þar mæta Blikar Arnari Grétarssyni og hans mönnum í KA klukkan 18:00. Á sunnudaginn er síðan heil umferð þar sem Breiðablik mætir Fylki á Kópavogsvelli klukkan 19:15 og á sama tíma fær Valur Gróttu í heimsókn á Origo völlinn. Heimir Guðjónsson: Birkir Már Sævarsson á að vera í landsliðinu „Mér fannst við ekki góður í kvöld, þegar þú spilar á móti Breiðablik þá geturu ekki gefið þeim þennan tíma á boltann, það er ekki spurt um sanngirni í fótbolta og náðum við að jafna leikinn.” „Við ætluðum að setja betri pressu á boltann þar sem þeir voru að koma sér í of margar góðar stöður og var ljóst að við þurftum að gera betur,” sagði Heimir. Varnarleikur Vals í marki Blikar var ekki mikill og leit Kaj Leo í Bartalsstovu illa út í því marki og fannst Heimi varnarleikurinn liðsins í því marki ekki upp á marga fiska. „Birkir Heimisson kom með frábæra fyrirgjöf á Birki Má sem hann gerði vel í að koma á fjærstöng og skoraði hann í enn einum leiknum og reddaði stigi fyrir okkur,” sagði Heimir og bætti við að Birkir Már á heima í landsliðinu. Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Maður fær ekki allt sem maður vill í dómgæslu Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur en þokkalega sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals. 27. september 2020 21:36
Það var mikil spenna í leik Vals og Breiðablik sem endaði með að liðin skildu jöfn eftir að Birkir Már Sævarsson jafnaði leikinn í blálokin. Færi fystu 45 mínútur leiksins voru af skornum skammti, bæði lið gerðu vel í að loka á það sem þurfti þegar ógnað var að markinu. Gísli Eyjólfsson var sá sem ógnaði mest marki Vals til að byrja með leiks. Gísli fékk nokkrar góðar tilraunir til að koma boltanum í markið en skot hans fóru framhjá eða í varnarmann. Hornspyrnur Vals var þeirra mesta ógn, þeir fengu sex hornspyrnur sem voru þá með mis góðum árangri. Seinni hálfleikurinn var talsvert fjörugri en sá fyrri og bauð hann upp á mikla skemmtun frá báðum liðum. Davíð Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór í fasta tæklingu á Hauk Pál Sigurðsson þegar hann var að hreinsa boltann fram völlinn, Vilhjálmur Alvar var viss í sinni sök og reif upp rauða spjaldið um leið, það mynduðust mikil læti kringum brotið og fékk Valgeir Lunddal að lít gula spjaldið. Það leið ekki á löngu þar til Brynjólfur Andersen lék á Valgeir sem tosaði heldur mikið í hann að mati dómarans því Valgeir fékk að líta sitt annað gula spjald og þá var orðið jafnt í liðum á nýjan leik. Róbert Orri Þorkelsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning frá Höskuldi sem fór illa með Kaj Leo og sendi boltann á Róbert sem skoraði. Undir lok leiks jafnaði síðan Birkir Már Sævarsson metin eftir sendingu frá Birki Heimissyni, Blikarnir voru brjálaðir því aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu sem Villhjálmur Alvar hunsaði og markið stóð og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Það benti allt í að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli framan af leik, bæði lið fundu síðan betri takt í sínum leik og skoruðu sitthvort markið, spilamennskan hjá liðunum var á því að jafntefli væri rétt niðurstaða sem kom síðan á daginn. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson er á bleiku skýi þessa dagana og gerði hann fjórða mark sitt í þremur leikjum. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug fyrir mót. Varnarleikur Breiðabliks var góður þeir héldu Patrick Pedersen í lás allan leikinn, Höskuldur Gunnlaugsson var góður í dag hann var ógnandi og réðist oft á vörn Vals sem skilaði stoðsendingu á Róbert Orra. Hvað gekk illa? Þó Blikar hefðu ekki viljað að mark Vals myndi standa, þá er algjört gáleysi að vera ekki á tánum í jöfnunar markinu og fylgjast með Birki Má sem þeir ættu að vita að það dettur allt fyrir hann þessa dagana. Síðasti þriðjungur vallarinns reyndist báðum liðum erfiður á köflum, liðin voru að koma sér í margar fínar stöður en það vantaði alltaf úrslita sendinguna til að fá fleiri dauðafæri. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og verða frestaðir leikir spilaðir á fimmtudaginn næsta þar mæta Blikar Arnari Grétarssyni og hans mönnum í KA klukkan 18:00. Á sunnudaginn er síðan heil umferð þar sem Breiðablik mætir Fylki á Kópavogsvelli klukkan 19:15 og á sama tíma fær Valur Gróttu í heimsókn á Origo völlinn. Heimir Guðjónsson: Birkir Már Sævarsson á að vera í landsliðinu „Mér fannst við ekki góður í kvöld, þegar þú spilar á móti Breiðablik þá geturu ekki gefið þeim þennan tíma á boltann, það er ekki spurt um sanngirni í fótbolta og náðum við að jafna leikinn.” „Við ætluðum að setja betri pressu á boltann þar sem þeir voru að koma sér í of margar góðar stöður og var ljóst að við þurftum að gera betur,” sagði Heimir. Varnarleikur Vals í marki Blikar var ekki mikill og leit Kaj Leo í Bartalsstovu illa út í því marki og fannst Heimi varnarleikurinn liðsins í því marki ekki upp á marga fiska. „Birkir Heimisson kom með frábæra fyrirgjöf á Birki Má sem hann gerði vel í að koma á fjærstöng og skoraði hann í enn einum leiknum og reddaði stigi fyrir okkur,” sagði Heimir og bætti við að Birkir Már á heima í landsliðinu.
Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Maður fær ekki allt sem maður vill í dómgæslu Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur en þokkalega sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals. 27. september 2020 21:36
Óskar Hrafn: Maður fær ekki allt sem maður vill í dómgæslu Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur en þokkalega sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals. 27. september 2020 21:36
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti