Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 10:36 Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34 í fyrradag. Vísir/vilhelm Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33