Með 62 milljónir í laun á viku en kemst ekki í hópinn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:45 Mesut Ozil fagnar marki með Arsenal en það lítur út fyrir það að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik með félaginu. Risasamningur hans rennur þó ekki út fyrr en næsta sumar. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira