Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 08:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“ Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30