Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2020 18:27 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar hafa sýnt fram á galla í byssunni. Norska lögreglan Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47