Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 15:56 Tjarnarskóli er lítill grunnskóli fyrir unglingadeild sem stendur við Tjörnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01
Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41