Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 15:56 Tjarnarskóli er lítill grunnskóli fyrir unglingadeild sem stendur við Tjörnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01
Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir