Breiðablikskonur með mögulega einn besta íslenska dúettinn í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 15:00 Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir spila nú saman á ný og eru bæði eldri og reyndari en þegar þær voru síðast hlið við hlið. Mynd/Breiðablik Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira