Forsætisráðherra ekki með veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 18:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16
Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent