Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. september 2020 09:05 Elon Musk bættist á dögunum við þann hóp forstjóra stórfyrirtækja sem velta fyrir sér hversu mikið gagn er af háskólagráðu fyrir atvinnulífið. Vísir/Getty Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars. Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars.
Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ Sjá meira
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00