Blekkingarleikur forsætisráðherra Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 21. september 2020 08:01 Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar