Leiknir Reykjavík vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni í Lengjudeild karla á Grenivík í dag.
Leiknismenn unnu 1-0 sigur en sigurmarkið skoraði Sævar Atli Magnússon á 40. mínútu.
Leiknir er komið á toppinn eftir sigurinn en þeir eru með 33 stig. Fram er í öðru sætinu með 33 stig einnig eftir sextán leiki en Leiknir hefur spilað sautján.
Keflavík er svo í 3. sætinu með 31 stig eftir fimmtán leiki en Magnamenn eru í fallsætinu með níu stig, þremur stigum frá öruggu sæti.