Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00.
Mikil aukning var í greiningu smita síðastliðinn sólarhring þegar 75 greindust með veiruna en fleiri hafa ekki greinst í þessari bylgju faraldursins. Um helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meðalaldur þeirra sem greindust í gær sé töluvert lægri en áður en flestir eru á þrítugsaldri.
Víðir verður á upplýsingafundinum ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fara þeir yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku og textalýsingu frá fundinum má sjá að neðan.