Patrick Reed leiðir eftir tvo hringi á US Open Ísak Hallmundarson skrifar 19. september 2020 10:00 Patrick Reed með driverinn á lofti í gær. getty/Jamie Squire Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er í forystu eftir fyrstu tvo hringina á US Open, sem er eitt af fjórum árlegum risamótum í golfi. Reed spilaði á pari vallarins í gær og er samtals á fjórum höggum undir pari. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum hingað til, það var þegar hann vann Masters árið 2018. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Justin Thomas, Harris English og Rafa Cabrera Bello deila þriðja sætinu á tveimur höggum undir pari. Eftir góðan fyrsta hring stimplaði Rory McIlroy sig út úr toppbaráttunni í bili, en hann lék hringinn í gær á sex höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina í 22. sæti. Tiger Woods var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, hann lék hringina tvo hörmulega, var á sjö höggum yfir pari í gær og samtals á tíu höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við sex högg yfir par. Bein útsending frá þriðja hringnum hefst kl. 16:00 á Stöð 2 Golf í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er í forystu eftir fyrstu tvo hringina á US Open, sem er eitt af fjórum árlegum risamótum í golfi. Reed spilaði á pari vallarins í gær og er samtals á fjórum höggum undir pari. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum hingað til, það var þegar hann vann Masters árið 2018. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Justin Thomas, Harris English og Rafa Cabrera Bello deila þriðja sætinu á tveimur höggum undir pari. Eftir góðan fyrsta hring stimplaði Rory McIlroy sig út úr toppbaráttunni í bili, en hann lék hringinn í gær á sex höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina í 22. sæti. Tiger Woods var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, hann lék hringina tvo hörmulega, var á sjö höggum yfir pari í gær og samtals á tíu höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við sex högg yfir par. Bein útsending frá þriðja hringnum hefst kl. 16:00 á Stöð 2 Golf í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira