Mourinho vildi ekki tjá sig neitt um komu Bale sem flýgur til London í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 10:30 Zinedine Zidane vill ekki nota Gareth Bale hjá Real Madrid. Getty/Diego Souto Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira