Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 15:45 Ballarin hefur skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair samkvæmt talsmanni hennar hér á landi. Vísir/Baldur Hrafnkell Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð. WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira