Fer frá Landsvirkjun til Eyris Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 14:43 Stefanía G. Halldórsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Eyrir Venture Management Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“ Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“
Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira