29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 13:59 Húsleit var gerð á fjölda staða í Essen, Mülheim an der Ruhr, Oberhausen, Moers og Selm. Getty 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund. Þýskaland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund.
Þýskaland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira