Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 11:45 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir/Baldur Hrafnkell Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07
Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35