Giftist manninum sem hún hjálpaði úr fangelsi og fórnaði körfuboltanum fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 11:00 Maya Moore gerði frábæra hluti með liði Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Getty/Jerry Holt/ Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst. NBA Bandaríkin Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst.
NBA Bandaríkin Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira