#Hvar eru staðreyndirnar? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun