#Hvar eru staðreyndirnar? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun