15 milljónir í bætur eftir furðulegt slys á tannlæknastofu Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 19:27 Atvikið átti sér stað á tannlæknastofu árið 2014. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira