Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2020 21:00 Fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í geiranum. Vísir/Vilhelm Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05