Kári áfram hjá Haukum: „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 10:47 Kári Jónsson í leik með Haukum í Domino´s deildinni. Vísir/Bára Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira