Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 08:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21