Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. september 2020 07:00 Horft frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði að Setbergshamri. Syðri gangamunninn yrði á móts við bensínstöð N1 á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Umferðin dróst saman um rúmlega 7% milli ágúst mánaða, sem er metsamdráttur í ágúst á milli ára. Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst. Meðalumferð á dag. Núna hefur umferðin dregist saman um tæp 9%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig metsamdráttur miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar, og um þrisvar sinnum stærri en áður hafði mest mælst en það var milli áranna 2008 og 2009. Umferð eftir vikudögum Umferð dróst saman í öllum vikudögum, nú í ágúst miðað við sama mánuð á síðasta ári, en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Horfur út árið Nú stefnir í að samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, í mælisniðunum þremur, verði um 8,5%. Gangi þessi spá eftir yrði það langmesti samdráttur í umferð um mælisniðin þrjú. Mestur mældur samdráttur milli ára, hingað til, varð milli áranna 2009 og 2010 eða 2,4% samdráttur. Þannig hér er framundan langstærsti samdráttur sem mælst hefur, frá upphafi þessarar samantektar. Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Umferðin dróst saman um rúmlega 7% milli ágúst mánaða, sem er metsamdráttur í ágúst á milli ára. Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst. Meðalumferð á dag. Núna hefur umferðin dregist saman um tæp 9%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig metsamdráttur miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar, og um þrisvar sinnum stærri en áður hafði mest mælst en það var milli áranna 2008 og 2009. Umferð eftir vikudögum Umferð dróst saman í öllum vikudögum, nú í ágúst miðað við sama mánuð á síðasta ári, en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Horfur út árið Nú stefnir í að samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, í mælisniðunum þremur, verði um 8,5%. Gangi þessi spá eftir yrði það langmesti samdráttur í umferð um mælisniðin þrjú. Mestur mældur samdráttur milli ára, hingað til, varð milli áranna 2009 og 2010 eða 2,4% samdráttur. Þannig hér er framundan langstærsti samdráttur sem mælst hefur, frá upphafi þessarar samantektar.
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent